Hlíðarhorn er nýr og glæsilegur reitur á frábærum stað í miðborg Reykjavíkur, sunnan við Miklubraut í grennd við Landspítalann. 195 íbúðir af öllum stærðum og gerðum verða afhentar 2025-2026 og sala er þegar hafin.


Nýtt hverfi í hjarta borgarinnar
Undanfarin ár hefur miðborg Reykjavíkur tekið að opnast til suðurs. Uppbygging á svæði Háskóla Íslands teygir sig út í Vatnsmýrina vestanmegin og nýtt þjóðarsjúkrahús rís við jaðar hennar til norðurs. Fjölbreytt og ört vaxandi hverfi með íbúðum, þjónustu og Háskólanum í Reykjavík teygir sig frá Hringbraut og Skógarhlíð, meðfram Öskjuhlíð og alla leið út í Nauthólsvík.

Miðsvæðis með strönd og skóg
Hlíðarhorn er nýjasti reiturinn í 102 Reykjavík og tengir saman Hlíðahverfið og Þingholtin annars vegar en nýju byggðina meðfram Öskjuhlíð hins vegar. Svæðið liggur frábærlega við öllum samgöngum og er í þægilegu göngufæri við mörg af bestu svæðum borgarinnar til útivistar og leikja.
Frábær aðstaða fyrir íþróttir og útivist
Umhverfisvænar lausnir
Barnvænt hverfi með fyrsta flokks skóla og frístundastarf
Fjölbreytt atvinnusvæði
Hlíðarhorn er í þægilegri nálægð við langstærsta atvinnusvæði landsins á sviði heilbrigðisþjónustu og rannsókna, menntunar, fjármála og ferðaþjónustu. Á sama tíma er hverfið rólegt íbúðahverfi með sólrík, skjólsæl og örugg leiksvæði fyrir börnin.

Bjartar og vandaðar íbúðir
Allar íbúðir eru með svalir, þaksvalir eða sólpall í inngarði og áhersla er lögð á að veita dagsbirtu um stofur og alrými. Vandaðar innréttingar og tæki eru í öllum íbúðum við afhendingu.

2025
Hlíðarhorn er hannað af ASK arkitektum en þróað og byggt af S8 ehf. Framkvæmdir hófust vorið 2022 og hafa gengið skv. áætlun. Fyrstu íbúðir verða afhentar í lok mars 2025.