Sýningaríbúðirnar í Valshlíð 3 eru búnar húsgögnum og helsta húsbúnaði til að auðvelda væntanlegum kaupendum að máta sig inn og meta skipulag og pláss. Þær má skoða hér, eða með því að bóka heimsókn hjá söluaðila.
Virðuleg og vönduð horníbúð með tveimur svefnherbergjum, fallegu alrými og suðursvölum.
Rúmgóð (103,4m²) og vel skipulögð horníbúð
Í íbúðinni eru 2 svefnherbergi, bað/þvottaherbergi, rúmgott alrými og suðursvalir. Gólfsíðir gluggar til suðurs og vesturs fylla íbúðina af birtu.
Innréttingar: Hlíð 2
Innréttingarnar eru klassískar og virðulegar: Koksgráar viðarinnréttingar og innfelld grip. Svartar steinplötur á borðum og milli skápa, leirljósar flísar á votrýmum og dökkt gólfefni. Mariner Kobra blöndunartæki í byssubláu stáli („gunmetal“) og eldhústæki frá Siemens í svörtu stáli.
Vönduð SIEMENS eldhústæki
Öll tæki í eldhúsinu eru af vönduðustu gerð og falla frábærlega að hönnun eldhússins. Hárnákvæmur IQ700 ofninn hitnar á örskotsstundu, uppþvottavélin er öflug og hljóðlát og ísskápurinn segir ekki múkk.
Þvottaaðstaða á baðherbergi
Þvottavél og þurrkara er haganlega fyrir komið á baðherberginu, sem er innréttað með dökkri viðaráferð, ljósleitum flísum, hvítum steinplötum og svörtum („gunmetal“) blöndunartækjum.
MARINER Kobra
Blöndunartækin eru margverðlaunuð ítölsk gæðatæki frá Mariner Rubinetterie í svörtu og gylltu.
Sýningaríbúðir með húsgögnum: